Ný heimasíða

Það er okkur í stjórn Gunnloga sönn ánægja að vera komin með heimasíðuna okkar í gagnið þó einföld sé
í sniðum.
Það verður að segjast að síðastliðið ár var okkur söfnurum ekki hliðholt. Ný vopnalög voru lögð fyrir
alþingi á vordögum og í þeim var gerð mikil aðför að okkar áhugamáli, þar sem lagt var til
innflutningsbann á safnvopn með niðurfellingu undanþágu sem verið hefur í gildi til þess háttar
innflutnings.
Frumvarp þetta náði ekki fram að ganga á síðasta löggjafarþingi og var lagt fram á ný af nýjum
dómsmálaráðherra á haustdögum í óbreyttri mynd hvað okkur safnara varðar.
Eftir mikil mótmæli hafðist þó örlítill sigur þegar alsherjar og menntamálanefnd lagði til að halda inni
undanþágu fyrir innflutningi safnvopna sem tengdust hernámi Íslands. Eftir stendir að nái þetta
frumvarp fram að ganga verður lokað á innflutning allra annara safnvopna og teljum við það með öllu
óásættanlegt og mun því baráttan halda áfram.
Við viljum nota þetta tækifæri til að minna þá sem áhuga hafa á söfnun, og eru ekki félagsmenn í
Gunnloga nú þegar, að stærra og fjölmennara félag er alltaf sterkara. Við verðum í sameiningu að standa
vörð um okkar hagsmuni því ella fáum við engu áorkað.

Fyrir hönd Stjórnar
Garðar Tryggvason