Við í Gunnloga teljum okkur skylt að koma á framfæri leiðréttingu vegna fréttar á Vísi í dag, 18.03.2024, þar sem fjallað er um íslending sem handtekinn var með skotvopn og skotfæri í farangri sínum í Baltimore á leiðinni til Íslands.
Í greininni segir:
„Ný samþykkt vopnalög krefjast þess meðal annars að við fyrsta vopn þurfi safnarar að hafa viðurkenndan skotvopnaskáp, það hafði áður verið við fjórðu byssu.“
Hið rétta er að ný samþykkt vopnalög krefjast þess að allir skotvopna eigendur að hafi byssuskáp við fyrstu byssu en það var við fjórðu byssu áður.
Því má bæta við að til að fá safnaraleyfi þarf umsækjandi að hafa yfir að ráða byssuskáp og að auki þarf að vera öryggiskerfi í því húsnæði sem byssuskápurinn er staðsettur í. þá þarf úttekt og samþykki lögreglustjóra sem og slökkviliðsstjóra, sé þetta ekki til staðar fær viðkomandi ekki safnaraleyfi.
Við teljum að með þessari rangfærslu hafi safnarar verið dregnir inn í þetta mál á röngum forsendum og höfum við komið á framfæri leiðréttingu á fréttinni.
Fyrir hönd Stjórnar.
Garðar Tryggvason
Stjórnarformaður