Ágætu félagsmenn.
Þá eru könnurnar loksins kárar. Við náðum betri lendingu varðandi verð með því að leita til annars aðila en við vorum að skoða í upphafi og getum því boðið könnuna á 2.900.-
Við létum útbúa 20 stk í þessari fyrstu lotu og verða þær í boði á suður hluta landsins, við á landsbyggðinni verðum að bíða aðeins lengur eins og vanalega 😉
Einn af okkar félagsmönnum hefur tekið á sínar herðar að dreyfa/afhenda könnurnar á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni svo þeir sem vilja eignast eintak, eða eintök, er bent á að hafa samband við Svangeir á netfangið <svalbertar(at)hotmail.com>
Svangeir mun einnig sjá um að taka við greiðslum fyrir hönd félagsins og getur jafnvel tekið að sér heimsendingar ef þannig ber undir.
Kær kveðja
Stjórnin