Aðalfundur & félagsgjöld 2025

Eins og eflaust einhverjir hafa orðið varir við þá urðum við fyrir því að léninu okkar var lokað og misstum við því út bæði heimasíðu og tölvupóst um nokkurn tíma.

En nú er komið að því að halda aðalfund Gunnloga verður hann haldinn þriðjudagskvöldið 25. mars kl 20:00. Um verður að ræða fjarfund og er hugmyndin að nota Zoom. Efni fundarins verður stjórnarkjör og hefðbundin aðalfundar störf og að því búnu önnur mál sem félagsmenn vilja ræða.

Þeir sem vilja gefa kost á sér til setu í stjórn mega gjarnan láta vita af því fyrir laugardaginn 22. mars svo hægt sé að koma því á framfæri fyrir aðalfund.

Ákveðið hefur verið að hafa félagsgjald óbreitt eða kr. 3000.- fyrir árið enda rekstur félagsins ekki stór.

Best er að greiða félagsgjaldið með millifærslu á reikning félagsins.

Reikn. 0133-26-002929

kt. 590321-0360

Og engilega muna að senda kvittun á gjaldkeri@gunnlogi.is

Þá verður einnig skoðað hvort áhugi sé fyrir að koma á einhverjum hittingi þar sem við gætum skotið aðeins og tekið spjall þegar fer að vora.

kveðja

Stjórnin