Herrifflamót

Herrifflamót Gunnloga verður haldið þann 18. maí næstkomandi frá kl 13:00 – 17:00

Mótið verður haldið í samstarfi við Skotfélagið Markviss og fer fram á skotæfingasvæði félagsins á Blönduósi og erum við Markviss þakklát fyrir að veita okkur afnot af aðstöðu sinni.

Á þessu móti verður skotið, eins og nafnið gefur til kynna, með herrifflum sem eru í sinni upprunalegu mynd, eða svona því sem næst, og án sjónaukandi búnaðar. Svo er að sjálfsögðu hægt að koma við og taka kaffibolla og spjall þó menn taki ekki beint þátt í mótunu.

Við í stjórn höfum ákveðið að fara þessa leið í fyrstu atrennu þar sem engin sérstök leyfi þarf til að halda mót sem þetta og sjá hversu mikill áhugi er meðal félagsmann að taka þátt í svona móti/hittingi og ef vel tekst til munum við skoða í framhaldinu hvort grundvöllur sé fyrir að halda mót þar sem við gætum skotið með einhverri gerð af safnbyssum.

Þeir sem hafa áhuga á að mæta, nú eða eru hreinnlega alveg harðákveðnir að mæta, mættu gjarnan hafa samband við okkur á stjorn@gunnlogi.is eða baikal@simnet.is og skrá sig til leiks svo við vitum hvað við þurfum að eiga mikið af kaffi og kleinum.

Við að sjálfsögðu vonumst svo til að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að mæta.

Kveðja

Stjórnin